Heiðrun sjómanna fyrir farsæl félags- og sjómannastörf og björgun mannslífa fór fram í Hörpu á Sjómannadaginn 4. júní og var þeirri athöfn útvarpað beint á Rás 1.

Eftirtaldir sjómenn voru heiðraðir af formanni Sjómannadagsráðs, Aríel Péturssyni:

Andrés Hafberg vélstjóri
Björgvin Jónasson vélstjóri
Guðmundur Bjarnason skipstjóri
Ívar Bjarnason sjómaður
Kristján Lúðvík Ásgrímsson sjómaður
Markús Alexanderson skipstjóri

Tónlistarflutningur var á vegum Lúðrasveitar Reykjavíkur undir stjórn Hannah O’Connor og Karlakórs Fóstbræðra undir stjórn Árna Harðarsonar. Ávarp flutti Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Ræðumaður sjómanna var Arna Valdís Kristjánsdóttir, sjómaður á Vigra RE 71.

Jafnframt var Einari Björnssyni veittur Neistinn, viðurkenning Félags vélstjóra og málmtæknimanna fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.